Weblog Commenting by HaloScan.com


Site Meter
Gunnhildur í Odense!
The WeatherPixie

februar 26, 2004
 
He he, þetta líst mér betur á !!!

Ég prófaði aftur á the Country Quiz...



You're Iceland!

Most people think you're a cold and forbidding person, but
you're actually naturally warm and inviting.  People just get scared off
by what other people have led them to believe about you.  You keep to yourself
for the most part, and are pretty good at fending for yourself, especially if
water's involved.  More people should visit you and find out the truth.


Take the Country Quiz at the Blue Pyramid


februar 25, 2004
 
Hó hó...

...það er kominn snjór! Ég hjólaði heim úr skólanum seinni partinn í dag í ágætis vorfíling, því þó að það hafi verið frekar kalt undanfarið þá hefur verið fínasta veður og sólin skinið alla daga. Ég heyrði síðan á glugganum mínum að það var komin úrkoma og gerði ráð fyrir að þetta væri bara smá rigningarskúr, en svo varð mér litið út um gluggann og þá sá ég að allt var bara orðið snjóhvítt! Það er sem sagt bara kominn vetur aftur, sem mér finnst bara ágætt eða alveg þangað til ég þarf að fara á hjólinu á æfingu í fyrramálið, þá má nú vorið gjarnan koma aftur.

Ég er Svíþjóð, hmmm...

Þar sem ég hef frá svo litlu að segja þessa dagana held ég að málið sé bara að setja inn einhverjar sniðugar niðurstöður úr lífstílskönnunum sem ég er að taka eftir að hafa rekist á þær á öðrum bloggsíðum. Hér kemur ein nett...



You're Sweden!

After years of trying to rule the world around you, you've
finally put aside violence in favor of advocating peaceful resolution.  There's
still a little Viking in you, but mostly you like Nobel Prize winners and long
nights by the fire.  And safe cars.  You always read the safety manual
in airplanes, and you're just a little cold.

Take the Country Quiz at the Blue Pyramid


februar 24, 2004
 
Já, það er nú aldeilis gott að líkjast henni Carrie!!!

En mér líst samt best á romantic prediction þarna neðst. Nú er bara að sjá hvort þetta rætist !!!





You Are Most Like Carrie!


You're quirky, flirty, and every guy's perfect first date.

But can the guy in question live up to your romantic ideal?

It's tough for you to find the right match - you're more than a little picky.

Never fear... You've got a great group of friends and a
great closet of clothes, no matter what!


Romantic prediction: You'll fall for someone this year...

Totally different from any guy you've dated.



Which Sex and the City Vixen Are You Most Like?
Take This Quiz Right Now!



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



Bluff...

”Programmet, der lyver, så man skulle tro det var løgn!”

Það er þáttur á TV3 sem heitir bluff og gengur út á að fólk er látið ljúga einhverju ótrúlegu að vinum sínum og á meðan er allt tekið upp á falda myndavél. Þetta er þannig að einn aðili býður tveimur vinum heim og fær svo að vita hverju hann á að ljúga að þeim. Þetta eru ótrúlegustu hlutir eins og að það sé búið að klóna viðkomandi, eigi að frysta hann, viðkomandi skuldi marga tugi milljóna og ætli að fremja rán heima hjá einhverjum milla, hafi stolið málverki fyrir margar millur, sé 130 ára þó viðkomkandi sé og líti út fyrir að vera 35 ofl. Eftir því sem á líður þáttinn fá þáttakendurnir, þ.e. þeir sem eru að ljúga, fleiri tilskipanir um lygar, sem þeir svo eiga að sannfæra saklausa vini sína um að þeir séu að fara að gera eða hafi gert. Til að hjálpa þeim við þetta þá eru þáttarstjórnendurnir búnir að útbúa ýmislegt sem gerir lygina auðveldari, s.s. myndir og jafnvel sérútgáfur af B.T. Mér finnst gaman að horfa á þetta því það er ótrúlegt hverju fólk trúir og svo er fyndið að sjá viðbrögðin þegar sannleikinn kemur í ljós!!!

februar 18, 2004
 
Brjálað að gera...

Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér undanfarið að ég hef varla haft tíma til að fara á netið, hvað þá til að blogga. Helgin var algjört brjálæði en samt mjög skemmtileg. Ég var sem sagt á drykkjarkvöldi með norsku stelpunum á föstudagskvöldið og kom ekki heim fyrr en undir morguninn. Fljótlega eftir að ég vaknaði á laugardaginn fór ég síðan með þorrablótsnefndinni til Horsens þar sem við vorum að vinna á þorrablóti þeirra Horsensmanna en þeir voru einmitt að vinna hjá okkur. Mjög sniðug svona vinnuskipti, en sem sagt þá höfðum við nóg að gera við að sjá um matinn, barinn og dyravörslu. Við vorum síðan með óvænta uppákomu, sem stafaði af því að hljómsveitin Írafár var að spila og það án Birgittu. Okkar maður, Ágúst skellti sér upp á svið og tók eitt lag sem tvíburasystir Birgittu, íklæddur hvítum plastpokum á leggjunum (hvítu stígvélin!), með sjal um sig miðjan og hárkollu á hausnum. Tók sig bara mjög vel út og vakti mikla lukku. Við vorum ekki komin heim frá Horsens fyrr en um hálfsexleytið um morguninn svo ég skreið beint í bólið.

Hér er hann, eða öllu heldur hún:

.


Á sunnudaginn vaknaði ég ekki fyrr en klukkan tvö og tók mig þá til og þvoði þvott og gerði hreint í íbúðinni minni áður en ég fór í mat til Anne vinkonu en þar var einmitt líka Ragnhild vinkona hennar frá Kaupmannahöfn, en þær stöllur voru báðar með á drykkjarkvöldinu á föstudaginn. Í matinn var norskur jólamatur, pinnekjøtt, sem smakkaðist bara mjög vel. Ég hafði nappað smá harðfisk með frá Horsens sem ég gaf þeim að smakka og fannst þær borða heldur lítið af því góðgæti. Eftir matinn skemmtum við okkur konunglega við að tala um reynslusögur okkar af Dönum og dönsku og ýmisleg skemmtileg atvik sem geta skapast þegar ákveðin orð hafa mismunandi merkingu í tveimur tungumálum. Við vorum meira að segja komnar með eina mjög góða “danska” setningu sem að vísu er það gróf að hún varla er birtingarhæf. Við hlógum voða mikið að því! Ég var svo ekki komin heim fyrr en klukkan hálfeitt og veit nú ekki hvað nágrannarnir eru farnir að halda!

Síðustu daga hefur svo verið nóg að gera í skólanum og á æfingum svo ég hef varla haft tíma fyrir neitt annað, ekki einu sinni til að klippa neglurnar, sem voru orðnar það langar að það var orðið hættulegt. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég alveg hætt að naga neglurnar og haf varla undan við að klippa þær!!! Já, tímarnir breytast og mennirnir með!!!

februar 14, 2004
 
Tøseaften!!!

Það var stelpukvöld í gær hjá Elínu vinkonu minni. Við gerðum þetta að drykkjarkvöldi, því Elín átti fullt af víni eftir verslunarferðir suður yfir landamærin og við höfðum keypt alls kyns ávaxtasafa og frosna og ferska ávexti til að geta búið til kokteila. Við gerðum m.a. Sex on the Beach, Cosmopolitan, Mochito að ógleymdum hinum stórkostlega Bær Symfoni á la´Anne. Við gerðum þetta allt voða flott, þ.e. skreyttum glösin með sykurrönd og ávöxtum. Við skemmtum okkur rosa vel og ég fór ekki heim fyrr en undir morguninn…

…Nú er ég hins vegar komin á lappir enda á leið til Horsens og verð sótt eftir aðeins 10 mín…

..góða helgi!!!

februar 10, 2004
 
Hversdagsleiki

Eftir jólafrí á Íslandi, prófatörn, ferðalag til Austurríkis og svo þorrablót ÍFO er hversdagsleikinn aftur tekinn við. Það sem hversdagsleikanum tilheyrir er að vakna, horfa á Go' morgen Danmark á meðan ég er að safna orku í að komast framúr og laga kaffi, hjóla í skólann, hlusta á fyrirlestra ofl., hjóla heim, hjóla í Squash & Fitness og púla þar eins og vitleysingur, hjóla heim aftur, borða, læra ef ég hef tíma, fara á netið og að lokum horfa pínu á sjónvarpið áður en ég sofna. Já, það er sem sagt svona sem dagarnir hjá mér ganga fyrir sig en þó er alltaf öðru hverju eitthvað sem brýtur upp hversdagsleikann og gerir lífið skemmtilegra, t.d. ...

Loverboy

Ég og Elín, vinkona mín í skólanum, erum búnar að gefa sæta stráknum sem er svo margumtalaður hér á síðunni, nafn og köllum hann nú Loverboy. Það er þannig í skólanum að manni er skipt í hópa fyrir dæmatímana í flestum kúrsum, þó að fyrirlestrarnir séu að sjálfsögðu sameiginlegir, og þar sem við Elín erum í tveimur kúrsum með Loverboy þá vorum við auðvitað forvitnar að vita hvort við værum í sömu hópum og hann. Þar sem upplýsingarnar um í hvaða hópum maður er í eru hengdar upp eftir fæðingardegi og við vissum ekki hvaða dag hann á afmæli þá gerðum við okkur lítið fyrir og leituðum að nafninu hans, þ.e. við byrjuðum hvor á sínum endanum og lásum öll nöfnin þar til við fundum hans og nú vitum við því hvenær hann á afmæli, he he! En við komumst að því að hann var í allt öðrum hópum en ég og aðeins einu sinni í sama hóp og Elín. Ég var samt svo heppin að hafa hvort eð er ætlað að skipta yfir þann hóp, því hann passar betur við stundatöfluna mína, svo núna er ég í tímum með honum einu sinni í viku en þegar fyrirlestrarnir í hinum kúrsinum byrja í næstu viku verð ég í tímum með honum fjóra daga vikunnar, jibbí !!!

Já, það er ótrúlegt hvað maður getur glaðst yfir að hafa eitthvað að horfa á þegar manni leiðist í tíma !!!

februar 08, 2004
 
Þorrablótið !!!

Í gær var haldið þorrablót Íslendingafélagsins í Odense og ég held að ég geti alveg leyft mér að segja að þetta hafi verið á meðal betri þorrablóta bæði fyrr og síðar. Það heppnaðist allt mjög vel, skemmtiatriðin voru mjög góð, hljómsveitin Á móti sól var frábær og stemmingin var í samræmi við það alveg einstök. Ég held að því að við sem vorum í þorrablótsnefnd getum verið mjög ánægð með hvernig okkur tókst til, því ég held að fólk hafi almennt verið að skemmta sér mjög vel. A.m.k. skemmti ég mér alveg frábærlega!!!
Hljómsveitin Á móti sól á alveg skilið að ég endurtaki hvað þeir voru frábærir. Þeir héldu uppi alveg brjálaðri stemmingu allan tímann þannig að dansgólfið var alltaf fullt. Þeir byrjuðu að spila klukkan ellefu og spiluðu til þrjú með nokkrum örstuttum pásum og ég var á dansgólfinu megnið af þessum tíma. Ég hef sjaldan skemmt mér svona vel.

februar 02, 2004
 
Ferðalanginn

Eftirfarandi 17 lönd hef ég heimsótt, mörg þeirra oftar en einu sinni og nokkur meira að segja mun oftar


create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

 
Gaudi

Ég er núna komin heim til Odense eftir 18 tíma ferðalag frá Braunau. Ég fór með lest frá Simbach, sem er nágrannabær Braunau en liggur Þýskalandsmegin við landamærin, til München, þaðan sem ég fór með næturlest til Odense. Þessi ferð í næturlestinni tók 13 tíma en þeir liðu ótrúlega hratt því ég skemmti mér ekkert smá vel. Klefarnir í lestinni eru fyrir sex manns en við vorum samt bara tvö saman í klefa, þ.e. ég og 34 ára Þjóðverji, eða réttara sagt Bæjari, sem sagt frá München sem vinnur í Odense. Ég var með bók með mér og hann hafði keypt sér tímarit í München, en það fór þannig að hvorugt okkar náði að lesa eitt orð enda náðum við að kynnast um leið og lestin fór af stað og skemmtum okkur síðan vel það sem eftir var ferðarinnar. Þar sem mér finnst mest gaman að tala þýsku með austurrískri mállýsku og hann kemur frá Bayern þá gerðum við í því að ýkja mállýskuna og hjá okkur ríkti algjör "Gaudi" (austurrískt orð yfir skemmtun). Til að toppa alveg þessa austurrísku/bærísku stemmingu var ég með Radler sem er mjög típískt austurrískt og hann var með Weißbier, sem einmitt er mjög típískt bærískt og þetta drukkum við saman.
Í Nürnberg þar sem lestin stoppaði sáum við að það yrði um 25 mínútna bið, svo við fórum út úr lestinni og röltum aðeins um brautarstöðina þar, svo nú get ég sagt að ég hafi komið til Nürnberg. Þetta var samt eini staðurinn sem við gerðum þetta, enda hefðu Danir eða öllu heldur við tvö aldeilis legið í því ef lestin hefði farið á undan okkur. Upp úr miðnætti fórum við svo að sofa og tókst mér að sofa nokkuð vel, en ég held að Weißbjórinn hafi hjálpað aðeins til þar.

Það var síðan ótrúlega skrýtið að koma til Odense í morgun og þurfa allt í einu að tala dönsku enda er ég alveg farin að hugsa á þýsku núna eftir þetta ferðalag til Alpalandsins.

Á skíðum í paradís

Ég ætla nú ekki að gleyma að segja frá því að ég var á skíðum á laugardaginn í Flachau í Austurríki (hvar annars staðar!!!) Veðrið var alveg einstakt og útsýnið til fjallanna í kring því alveg frábært. Þetta var rosa stórt skíðasvæði og engin leið að prófa allar liftur eða brekkur á einum degi. Auk þess var hægt að renna sér yfir til annars skíðasvæðis sem tilheyrir nágrannabænum, Wagrain. Þetta var alveg frábær dagur!!!