september 26, 2004
Snilld !!!
Ef þið viljið hlusta á algjöra snilld þá kíkiði hér: www.skaduhafest.dk og hustiði svo á demoin www.skaduhafest.dk/demo.htm
Maðurinn er alveg ótrúlegur! Hann hittir aldrei rétta taktinn og er með eindæmum lélegur í enskum framburði. Toppurinn er samt "Hey Baby, húh!" og þá sérstaklega, þegar hann syngur "...one, two, three, four, five, seven, eight!"
Ég var í parýi í gær og við veltumst um af hlátri á meðan við hlustuðum á snillinginn! Við erum að hugsa um að panta hann næst þegar einhver á afmæli eða þegar við höldum julefrokost, því hann mundi án efa "sætte gang i festen!"
september 21, 2004
Danskere kan ikke tale(r!) dansk!
Ég er alveg hiss á því hvað Danir eiga erfitt með að finna út úr því hvort sagnirnar eiga að enda á r eða ekki. Málið er að sagnir í nafnhætti enda ekki á r, en reglulegar sagnir í nútíð enda á r. Þetta er grunnskólanámsefni í dönsku á Íslandi, þannig að maður getur alveg ætlast til þess að fólk hérna úti geti fundið út úr þessu, en svo er aldeilis ekki. Þó að flestir danskir vinir mínir og kunningjar líti ekki á mig sem útlending þá kann ég frekar illa við að leiðrétta þá í þeirra móðurmáli, en sé mig samt oft tilneydda. Maður sér þetta meira að segja hjá hámenntuðu fólki, eins og t.d. prófessorunum sem eru að kenna manni, en þar sem fæstir taka eftir þessu skiptir þetta svo sem litlu máli.
Tökum sem dæmi miða einn sem hangir uppi í sameiginlega portinu hér á kolleginu...
... þar stendur: "Dernæst tager vi i byen og høre musik"
Hér ætti þetta annaðhvort að vera "og hører musik" eða "for at høre musik"!
Annað dæmi er þegar dönsk stelpa sem er með mér í stjórn CFO (Cellebiologisk Forening Odense) var að gera auglýsingar um B.S. café og líka glærur, sem m.a. ég átti að sýna í fyrirlestrum. Hún var búin að prenta út glærur og fullt af auglýsingum, þegar ég tók upp eitt blaðið og las: "Har du lyst til at hører om reglerne..."
Að sjálfsögðu á hér ekki að vera neitt r i høre, svo ég benti henni á það og í fyrstu var hún ekkert alltof viss um að ég hefði rétt fyrir mér, en sá svo að sér.
Svo virðist fólk eiga í miklum vandræðum með að setja sagnir í nafnhátt, þ.e. sleppa r-inu, þegar sagnirnar standa á eftir kan, vil, o.s.frv., samanber fyrirsögnina á þessu bloggi.
Ég gæti komið með mörg fleiri dæmi, t.d. þegar ég hef verið að skrifa skýrslur ofl., en látum það liggja á milli hluta. Málið er held ég að Danir hugsa öðruvísi en Íslendingar um málfræði og stafsetningu. Ef Íslendingur er í vafa um stafsetningu orðs pælir hann í hvaða reglur gilda, en Daninn hins vegar pælir í hvernig maður ber fram orðið. Þar sem yfirleitt er ekki hægt að heyra muninn á t.d. høre og hører getur fólk bara alls ekki fundið út úr því að skrifa rétt.
Annað...
Ég verð að hrósa Ella bróður fyrir gullkorn gærdagsins! Hann var að segja mér frá helginni og hvað það hafi verið drukkið mikið af bjór á "træffinu" sem mótorhjólaklúbburinn hans hélt um helgina. Hann sagði...
..."það var sko bara alls ekki bjór nóg!" Hmm, búinn að vera of lengi í Danmörkinni?!?!
september 20, 2004
Bjartsýnisspá!
MEYJA 23. ágúst - 22. september
Þér finnst þú meiriháttar í dag og á morgun. Það er vegna þess að Júpíter hinn heppni er samsíða sólina. Það gefur þér ótrúlegan kraft og mikið sjálfstraust. [mbl.is]
Já, það er aldeilis! Ég hef að vísu ekki fundið fyrir þessu ennþá, en deginum er ekki lokið, svo það er enginn ástæða til að örvænta.
Ég var að velta því fyrir mér hvort það sé einhver sem les þessa síðu!?!? Ef svo er þá mega viðkomandi endilega skrifa í kommentakerfið! Annars veit ég varla til hvers ég er með þessa síðu, enda er ég með eindæmum löt við að birta málefnalega pistla hérna.
september 16, 2004
Skandall hjá kóngafólkinu!
Það var bein útsending frá hoffinu í dag og það voru ekki margir Danir, eða Hálfdanir eins og ég, sem létu það fram hjá sér fara. Á hverju heimili og öllum vinnustöðum flykktist fólk að tækinu klukkan 11.28, því þá átti að koma mikilvæg fréttatilkynning frá hofmarskalnum. Tilkynningin hljóðaði svo að prins Jóakim og prinsessa Alexandra væru að skilja, a.m.k að borði og sæng. Það er ekki laust við að margar gömlu konurnar hafi fellt tár og allir voru voða hissa, jafnvel þó að Se&Hør hafi verið búið að tala um þetta lengi. (Ég les að vísu ekki Se&Hør og hafði því enga hugmynd!).
Það er ótrúlegt að það sé ekki fyrr búið að gifta Frikka, þegar Jóakim skilur við sína dömu. En dönsku stelpurnar geta nú glaðst og farið að hafa sig til á ný, ef þær vilja ná sér í einn konunglegan. Þær misstu víst af tækifærinu til að verða krónprinsessa, en geta nú látið sér nægja að verða bara prinsessa.
Nú að öðru
Karen vinkona í SDU var að eignast son í gærkvöldi! Hann vildi ekki fæðast á afmælisdaginn minn eins og ég var búin að segja Karen að hann myndi gera, heldur ákvað hann að koma í heiminn tveimur dögum síðar. Ég hlakka mikið til að sjá hann, þegar ég fer í heimsókn til þeirra á laugardaginn!
Karen stefnir að því að taka hann með sér í skólann um leið og þau treysta sér til þess og það verður gaman að sjá hvað honum finnst um fysiologi og biokemi!
september 13, 2004
Tuttugasti og fjórði afmælisdagurinn runninn upp!
Já, fyrir nákvæmlega 24 árum var maður víst rétt að koma í heiminn og það er nú aldeilis margt búið að gerast síðan.
Ég hélt afmælis- og innflutningspartý á laugardagskvöldið og það komu margir góðir gestir og það var mikið fjör í nýju íbúðinni minni á Pjentedam. Ég fékk margar góðar gjafir en sú allra skemmtilegasta kom frá vinum mínum, sem voru með mér í hóp á fyrsta árinu mínu hér í SDU.
Þeir gáfu mér 7 litla pakka og voru búnir að skrifa lítið komment við hvern og einn. Innihaldið í pökkunum var ekki tilviljunarkennt, heldur eitthvað sem þeim finnst mér hafa vantað eða verði að eiga.
Þó að ég eigi afmæli í dag er ekkert gefið eftir og að sjálfsögðu er ég á leið í ræktina. Í kvöld er mér svo boðið í mat til Anne vinkonu og ætli gömlu hjónin eigi ekki eftir að hringja í mig þrátt fyrir að þau séu stödd á Ítalíu.
september 10, 2004
Efterårssemesteret!
Önnin er núna komin á fullt og nóg að gera hjá mér á flestum vígstöðvum, eða sem sagt í skólanum og í ræktinni, þó heldur minna í einkalífinu.
Ég held að þessi önn verði erfiðari en hinar sem ég er búin með, vegna þess að ég er að taka meira en fullt nám núna. Málið er nefnilega að ég var komin í samband við prófessor í skólanum útaf því að ég ætlaði að skrifa B.Sc. verkefnið mitt næsta vor hjá honum og hann vildi leyfa mér það ef ég tæki ákveðinn verklegan kúrs núna í haust, sem venjulega er þó ekki tekinn fyrr en í mastersnáminu. Ég er síðan búin að ákveða að skrifa B.Sc. verkefnið mitt annars staðar, eða nánar tiltekið hjá vísindamanni og yfirlækni á sjúkrahúsinu, því ég fékk tilboð þaðan sem var meira spennandi, og þarf því í rauninni ekki að taka kúrsinn. En ég ætla nú samt að taka hann, því það skaðar ekkert að kunna aðeins meira þegar ég byrja á verkefninu mínu í febrúar og svo á þetta örugglega eftir að ganga vel þó að það verði mikið að gera hjá mér, en maður vinnur jú alltaf best undir pressu.
Annars er það helst að frétta að ég ætla að halda afmælis- og innflutningspartý á morgun og er búin að bjóða vinum mínum og flestum þeim sem búa hér á Pjentadam. Þá er bara að vona að veðurguðirnir vilji samgleðjast mér, því þó að íbúðin mín sé ágætlega rúmgóð þá held ég að það verði svolítið þröngt á þingi ef allir þurfa að sitja innandyra.
Jæja, núna er ég víst að verða of sein í spinning þannig að ég er farin...
september 01, 2004
Skólinn bara að byrja á morgun!
Það verður skrítið að koma í skólann á morgun og hitta allt fólkið sem er að koma úr sumarfríi. Mér finnst skólinn vera löngu byrjaður, enda er ég búin að vera á fullu í skólanum í allan ágúst. Okkur Karen, sem vann með mér í lab-kúrsinum, fannst nú bara skrítið að vera í skólanum í dag því það var svo mikið af fólki en við erum orðnar vanar að vera þarna nánast alveg einar. Við erum líka svo gott sem búnar að búa þarna, eða öllu heldur í øvelseslabbinu og CFO (Cellebiologisk Forening Odense) herberginu síðan annan ágúst. Okkur tókst síðan hið ótrúlega í dag, þ.e. að klára skýrsluna okkar, sem endaði á flottum 42 síðum! Fólk sem var með okkur í kúrsinum vill helst ekki heyra á það minnst að við séum búnar, því flestir eru rétt að byrja. En við vorum jú með svolítið annað deadline en hinir, þar sem Karen er alveg að fara að eiga og ég er að fara í intensífan lab-kúrs núna í september, svo það var ekkert um annað að ræða en að klára þetta sem fyrst.
Jæja, mikið gaman og mikil gleði að fara í bíókemíu á í fyrramálið...
...kannski það verði gott útsýni!!! ;-)