Weblog Commenting by HaloScan.com


Site Meter
Gunnhildur í Odense!
The WeatherPixie

november 28, 2004
 
Julefrokost og internetvesen!

Þá eru jólin farin að nálgast og tími julefrokostanna genginn í garð hér í Mörkinni. Þess má annars geta að þessi tími ársins er sá alversti fyrir fólk sem er gift eða bara í sambandi, því aldrei á árinu er meira haldið framhjá en einmitt nú. Ástæðan er líklega sú að Danirnir eru ansi góðir við að sleppa af sér öllum hömlum þegar haldið er julefrokost, en önnur skýring er kannski sú að aldrei er drukkið meira af bjór, þ.e.a.s juleøl, og snaps.
Á föstudagskvöldið var ég einmitt til julefrokost hjá CFO (Cellebiologisk Forening Odense) og það var eins og venjan er borðað mikið af rúgbrauði og síld og drukkið mikið af bjór og snaps, en eins og Dönum er siður var rúgbrauðið borðað með hníf og gaffli! Samkvæmt hefðinni var síðan auðvitað Ris a´la Mande í eftirrétt.

Þessi julefrokost var nú líklega minn eini þetta árið og er ég eiginlega bara hálffegin, því snapsdrykkjan á það til að sitja svolítið í manni næsta dag og það var einmitt nokkuð sem ég upplifði í gær!

Annars þá hefur verið vesen með internetið hérna á kolleginu hjá mér, sem skýrir kannski ódugnaðinn í blogginu undanfarna daga. En núna er allt í orden og vonandi verður það svoleiðis áfram, því maður er orðinn svo háður netinu!

november 20, 2004
 
Spinning...

...kl 10.30 á sunnudagsmorgni! Já, ég ætla sko pottþétt að mæta og taka vel á því. Það er ekki að ástæðulausu að ég er svona "motiveret" til að vakna snemma (já, ég þarf að vakna 9.30 og það finnst mér snemmt) á sunnudagsmorgni og mæta í spinning. Nei, ástæðan er góð og gild, því hann Morten sæti verður með tímann á morgun og því verð ég mætt á "mitt" hjól í tímanum. Það er ekki alltaf sami instruktør á sunnudagstímanum, heldur skiptast þeir á. Þegar ég sá að Morten væri með tímann á morgun var ég ekki lengi að skrá mig, því ekki nóg með að hann sé algjör dúlla, þá eru tímarnir líka góðir hjá honum og mér tekst yfirleitt að keyra mig alveg út. Hmm, skyldi vera ástæða fyrir því!
Annars er Morten með tíma á föstudögum sem ég mæti yfirleitt í. Það var reyndar tímabil fyrir stuttu, þar sem ég gat ekkert mætt á föstudögum og því leið langur tími, þar sem ég var ekkert í tíma hjá honum. Þegar ég mætti svo á ný, þá var voða gaman að sjá að hann tók eftir því og brosti sínu breiðasta til mín. Ég brosti auðvitað á móti og var næstum dottin af hjólinu, nei, nei það hefði nú ekki litið svo vel út ;-)

november 16, 2004
 
Sådan !!!

"Sådan skal en rapport skrives, det er satme godt arbejde, jeg har sjældent været så tilfreds med en rapport."
Þetta var kommentið sem við stöllurnar fengum fyrir respirationsrapporten okkar í fysio !!! Og að sjálfsögðu var rapporten godkendt !!! Það má því segja að það hafi fækkað um einn höfuðverk þessa dagana.
Ég er sérstaklega ánægð með þetta af því að tvær stelpur úr læknisfræðinni sem við vorum með í hóp voru ekkert að standa sig sérstaklega vel í skýrslunni sem við gerðum eftir fyrri æfinguna (kredsløb), en tóku sig svo mikið á í þessari skýrslu. Við þurftum samt að laga helling af því sem þær gerðu áður en við settum allt saman, en eftir það var skýrslan líka orðin fín.

Bara 4 vikur eftir af semesterinu !!!

november 15, 2004
 
Internetið...

...er algjör tímaþjófur! Maður getur setið fyrir framan tölvuna sína í fleiri tíma og bara surfað fram og tilbaka á netinu. Fyrst kíkir maður á mbl, svo vísi, síðan á hina og þessa bloggsíðu og svo þarf maður aðeins að fara í bankann, og svo, og svo...
Þetta er náttúrulega algjört hneyksli þegar maður hefur nóg annað að gera, en svo á hinn bóginn er líka gott að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum, og þá sérstaklega á Klakanum (svo maður geti nú verið með í umræðunum).

Annars þá var ég að fá stórfrétt að heiman í dag! Ákveðinn maður sem ég þekki er að fara að fjölga mannkyninu! Innilega til hamingju með það!!! Þeir sem þekktu mig á MR-árunum ættu að geta reiknað út hver þetta er, en ef ekki þá ættu þeir bara aðeins að hugsa um Gyrsu og nafnið ætti fljótlega að rifjast upp. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hvað tíminn líður hratt og við breytumst jafnhratt í takt með að við eldumst. Mér finnst samt alltaf að þeir sem ég hef ekki séð lengi eigi ekkert að hafa breyst. Mér finnst ég sjálf ekkert hafa breyst en ég held samt að ég hafi gert það. A.m.k. er ég reynslunni ríkari, en ég var þegar ég var 20!

november 12, 2004
 
Aftur komin helgi!

Það er alveg ótrúlegt hvað vikurnar líða hratt! Mér finnst eins og það hafi verið mánudagur í gær, en samt er bara komin helgi. Það er bara verst að helgarnar líða alveg jafnhratt og virku dagarnir, ef ekki hraðar.

Annars er ekkert sérstakt í fréttum og engin plön fyrir helgina. Ætli maður verði ekki að vera duglegur að læra og svo skellir maður sér í spinning á sunnudagsmorguninn (ef ég nenni að vakna!) Talandi um spinnig þá er ég einmitt á leið í tíma núna á eftir hjá Morten sæta ;-) (það er alltaf gott að hafa motivation!)

november 10, 2004
 
Nú ætti allt að vera í orden!

Elli hringdi í Icelandexpress í morgun til að athuga hvað væri í gangi, því hann var líka búinn að fá tölvupóstinn sem sagði að fluginu hefði ekki verið aflýst. Við vorum sem sagt bæði komin í vafa um hvenær við ættum eigninlega bókað flug! Hann fékk svo að vita að seinni tölvupósturinn hefði aldrei átt að koma og hefði bara verið tæknileg mistök. Það væri sem sagt satt að öllu kvöldflugi væri aflýst fram til 18. des og frá og með 4. jan. Hann fékk líka staðfestingu á að við værum bókuð með því flugi sem við bókuðum okkur í á mánudagskvöldið, þ.e.a.s við komum með sama fluginu þann 18. des.

Það er víst eins gott að maður les tölvupóstinn sinn daglega. Ef ég hefði ekkert lesið póstinn fyrr en í gær, þá hefði ég séð báða póstana samtímis og því ekkert verið að breyta fluginu. Ég hefði sem sagt legið illa í því þegar ég hefði staðið í Kastrup þann 17. des og ekki verið neitt flug (og uppbókað í öll flug næstu daga)!!!

november 09, 2004
 
Fyrr má nú rota en ...

Ég hélt ég yrði ekki eldri, þegar ég opnaði mailboxið mitt núna áðan, þegar ég kom heim. Það var enn á ný kominn póstur frá Icelandexpress og þar stóð:

Ágæti viðskiptavinur

Þú fékkst rangan póst frá Iceland Express í gær, mánudaginn 8. nóvember. Þar var sagt að flugferð sem þú áttir bókaða hafi verið felld niður. Svo er alls ekki. Þínu flugi hefur ekkert verið breytt, þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Ástæðan fyrir þessari röngu orðsendingu var tæknilegs eðlis.


Halló!!! Ég breytti fluginu mínu í gær!!! Hvænær skyldi ég nú eiga pantað flug??? Ef ég mæti í Kastrup þann 18. desember, fæ ég þá að vita að ég hafi átt sæti í vélinni, sem fór kvöldið áður, þann 17. desember??? Það víst eins gott fyrir liðið sem situr á símanum hjá Icelandexpress að það sé lokað núna, því annars myndi ég hella mér yfir það! En það neyðist til að taka símann á morgun og þá ætla ég vægast sagt að láta í mér heyra. A.m.k. þarf ég að finna út úr því hvenær ég á pantað flug!!!

november 08, 2004
 
SJOKK !!!

Ég kom heim í kvöld eftir langan og strangan dag og með höfuðið fullt af verkefnum sem ég þurfti að ná að gera í kvöld. Ég var búin að sjá fram á komast ekkert í rúmið fyrr en eftir miðnætti og bara hreinlega ekkert í alltof góðu skapi, sérstaklega af því að mikið af því sem ég þurfti að gera í kvöld var nokkuð sem maður ætti ekki að þurfa að gera. En málið er að í fysiologi erum við fimm að gera skýrslu saman, þ.e. ég og tvær aðrar sem eru að læra biomedicin, og svo tvær stelpur sem eru í læknisfræði. Þessar tvær síðastnefndu eru svo vitlausar að það er ekki nokkru lagi líkt og svo kunna þær ekkert á tölvu. Þetta skapar mikla aukavinnu fyrir okkur hinar við að lagfæra það sem þær hafa skrifað, því mikið af því er hreinlega vitlaust eða þá að þær eru ekki að skrifa það sem skiptir máli. Það versta er samt að þurfa að laga formatteringuna í því sem þær skrifa, því þær kunna ekki að nota WORD og það er að gera mig brjálaða.
En jæja, þegar ég kom heim þá kveikti ég á tölvunni eins og venjan er og svo opnaði ég mailboxið mitt og sé að ég hef fengið mail sem heitir: IMPORTANT NOTICE FROM Iceland Express
Ég opnaði mailinn og þá kom sjokkið !!!! Í mailnum stóð:

Dear passenger

Due to changes in Iceland Express’ winter schedule, your flight has been cancelled. We regret any inconvenience this may cause to your travel plans. We invite you to change your booking and travel on another Iceland Express flight at no cost to you. You can select any available departure time and date close to your original flight, or any other date on our schedule.

It’s possible that the shedule change affects both your outbound and inbound flights. Please check carefully if you decide to change your booking.

Þegar ég sá þetta og þá sérstaklega "You can select any available departure time and date close to your original flight" varð ég alveg brjáluð! Hvað nú ef það er uppselt í öll flug í kringum daginn sem ég ætlaði að koma heim!!! Ég valdi þennan dag af því að þetta var sá dagur sem hentaði mér best og ég pantaði í september af því að ég vildi vera viss um að komast á þessum degi (þar að auki af því að ég vildi fá sanngjarnt verð)!!!

Nú ég fann svo út úr því að það var flugið mitt til Íslands þann 17 des sem var aflýst en það skondna var samt að hjá Ella bróður var það flugið til Danmerkur í janúar sem var aflýst. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að fresta komu minni á Klakann um einn sólarhring og mun því koma með kvöldfluginu þann 18 desember. Það góða við þetta allt saman er að ég og Elli munum nú koma saman til Íslands, en eins og staðan var áður en fluginu mínu var aflýst, þá hefðum við komið til landsins með sólarhrings millibil. En jæja, fyrst ég þarf að ferðast með Ella núna, þá ætla ég hérmeð að krefjast þess að hann láti mér gluggasætið eftir ef hann fær það. En ég veit að hann gerir það, því hvort er nú verra að sitja á miðjunni eða hafa mig nöldrandi alla leiðina? He he, ég veit af reynslunni hvað honum finnst!

november 02, 2004
 
Jæja, jæja !!!

Ég held bara að það sé kominn tími til að láta aðeins vita af sér! Annars hefur bara nánast ekki verið neinn tími til að gera neitt, sem ekki á einhvern hátt tengist SDU eða ræktinni. Það er ekki mikið sem maður hefur verið heima hjá sér að undanförnu, bara svona yfir hánóttina og ef maður hefur verið heima við að deginum til þá hefur maður þurft að lesa.
Ég var að fatta að það eru ekki nema sex vikur eftir af önninni!!! Shit, og ég sem á eftir að gera svo ógeðslega mikið áður en ég fer heim í "jólafrí", sem að vísu verður ekki algjört frí, þar sem ég er að fara í fjögur próf í janúar. Planið er nú samt að gera sem mest áður en önninni lýkur, þannig að ég geti slappað svolítið af um jólin. Eins og málin standa núna með endalaus skýrsluskrif og vesen, þá lítur nú samt ekki út fyrir að ég nái að slappa mikið af um jólin, en hvaða hvaða...
...þetta reddast alltaf