Weblog Commenting by HaloScan.com


Site Meter
Gunnhildur í Odense!
The WeatherPixie

juli 31, 2005
 
Hmm, ekki lítur það vel út!

Stjörnuspá dagsins á mbl.is

Meyja
Hindranir gætu komið upp vegna ferðaáætlana, útgáfutækifæra eða einhvers tengdu menntun. Ekki reyna að fá þitt fram með offorsi, bíddu heldur eilítið.


Kannski við Elli, sem bæði erum meyjur, ættum að taka málunum með ró í sambandi við Egyptalandsferðina og vera ekkert að þrýsta of mikið á hollensku ferðaskrifstofuna sem er búin að lofa okkur ferð, en á eftir að ganga frá pöntuninni okkar. Nú, svo ættum við kannski að vera þolinmóð við dönsku ferðaskkrifstofuna sem á eftir að endurgreiða okkur upphaflegu ferðina.
Já, svo er Baldur að koma í nokkurra daga heimsókn í Mörkina á morgun og hann er líka meyja.

juli 30, 2005
 
Jibbí !!!

Við förum til Egyptalands :-) !!! Okkur tókst að fá pláss hjá hollenskri ferðaskrifstofu og förum því með beinu flugi frá Amsterdam til Marsa Alam, að vísu með millilendingu í Hurghada. Þetta verður á nákvæmlega sama tíma og upphaflega ferðin og við verðum í tvær vikur eins og til stóð upphaflega. Við ætlum svo bara að keyra til Amsterdam, um 800 km, nóttina áður en við fljúgum.

Ég hlakka svo til !

Jæja, það er vissara að fara að drífa sig upp á sjúkrahús og halda áfram með B.Sc. verkefnið fyrst Baldur er að koma á mánudaginn og svo er maður að fara í frí til Egyptalands eftir tvær og hálfa viku.

juli 28, 2005
 
Enn smá von...

...um ferð til Egyptalands. Að þessu sinni er það með beinu flugi frá Amsterdam til Marsa Alam, sem er rétt við kafarabúðirnar. Það þýðir auðvitað að við þurfum að koma okkur til og frá Amsterdam, en líklega myndum vð keyra það í bíl. Þetta kemur allt í ljós á morgun þegar hollenska ferðaskrifstofan kemur með tilboð handa okkur. Þær hjá Atlantis þóttust eitthvað vera að reyna að redda okkur flugi til Suður-Egyptalands og út úr því kom flug frá Køben til Wien, frá Wien til Kairo og svo frá Kairo til Hurghada. Eftir það hefðum við þurft að keyra um 350 km til kafarabúðanna. Heill dagur hefði sem sagt farð í þetta ferðalag og svo áttum við að borga 5.000 dkr (ca. 55.000 ikr) á haus aukalega við það sem við vorum búin að borga fyrir upphaflegu ferðina. Þvílík og önnur eins svívirða!!! Réttast hefði verið að segja þeim að troða þessu upp í óæðri endann á sér, en þar sem maður vill ekki vera dónalegur þá afþökkuðum við bara pent!

Við Elli erum orðin eitthvað klikkuð held ég. Það kemst ekkert annað að í augnablikinu en að komast til Egyptalands að kafa!

juli 27, 2005
 
Já, við skulum nú vona það...

Stjörnuspá dagsins á mbl.is

Meyja
Áætlanir um ferðalög eða frekari menntun virðast ætla að ganga eftir. Ákefð meyjunnar ber hana hálfa leið.


Það er ágætt að við Elli erum bæði í meyjunni! Nú bíð ég bara eftir símtali frá Atlantis um að þær séu búnar að redda okkur flugi til Hurghada, en þær lofuðu í gær að gera allt sem þær gætu til að finna flug handa okkur.

juli 25, 2005
 
Arrrgggghhhh!

Það var hringt í mig í dag frá Atlantis Rejser til að láta vita að þeir séu búnir að aflýsa öllum ferðum til Egyptalands fram til 15. september. Ég er sem sagt ekki að fara með Atlantis Rejser til Luxor og svo þaðan til kafarabúðanna við Rauða hafið eftir rétt rúmar þrjár vikur. En við Elli ætlum ekki að gefast upp og erum núna að leita að einhverjum öðrum sem skipuleggur ferðir til Marsa Shagra eða amk einhverjum sem flýgur til Hurghada, þannig að við getum komist sjálf til kafarabúðanna í Marsa Shagra.

Það væri hrikalegt að missa af þessu...




juli 24, 2005
 
Hvað er að gerast...

... í heiminum? Hvar endar þetta eiginlega? Ég held að við verðum að fara að gera okkur grein fyrir að við erum í miðju stríði og enginn er óhultur. Maður veit aldrei hvar sprengt verður næst og hverjir eiga á hættu að verða fyrir því. Það eina sem maður getur gert til að vera nokkurn veginn öruggur með líf sitt er að loka sig af og fara hvergi. En hvernig líf er það?
Þrátt fyrir hryðjuverkaárásirnar í Egyptalandi erum við Ellert ákveðin í að halda okkar striki og fara þangað eftir tæpan mánuð. Annars værum við að láta hryðjuverkamennina ná sínu fram og stjórna okkar lífi. Maður getur samt ekki annað en verið svolítið smeykur! Ég er ekki hrædd við að vera í kafarabúðunum við Rauða hafið í suðurhluta landsins, enda eru þær langt fyrir utan alfaraleið og langt frá öllum helstu ferðamannastöðum. En hins vegar er svolítill óhugur í mér að þurfa að vera eina nótt á hóteli í Luxor og að þurfa að millilenda í Sharm el-Sheikh á leiðinni heim.

Fyn Rundt

Ellert kom til Odense í gær og við skruppum á rúntinn á mótorhjólinu hans. Við keyrðum stóran hring um Suður-Fjón og stoppuðum einu sinni til að fá okkur að borða. Þetta var frábær ferð og gaman að þeysast um á fullri ferð á alvöru mótorhjóli. Það var líka gott að slappa aðeins af og leiða hugann frá vinnunni við B.Sc. verkefnið og öllu því ljóta sem er að gerast í heiminum.

juli 22, 2005
 
Bara að djóka !!!

Það er víst vissara að vera ekkert að grínast með svona hluti! En það er ágætt að fá staðfestingu á að öryggiseftirlitið er að taka vinnuna sína alvaralega.

juli 21, 2005
 
Sprenging!

Þetta gerðist í gamla hverfinu mínu, Blangstedgård, sem ég flutti úr fyrir rétt rúmu ári síðan. Hrikalegt að fólk skuli geta verið það umkomulaust að það geri svona!

Annars er það helst að frétta að ég er hörkudugleg við að skrifa B.Sc. verkefnið mitt alla daga. Ekki veitir af þar sem ég ætla að taka þriggja daga frí þegar Baldur kemur í heimsókn í Mörkina strax eftir mánaðarmótin og svo er nú farið að styttast í að maður komi sér suður í stóra sandkassann við Rauða hafið.

juli 19, 2005
 
Úff, púff...

...mikið rosalega var ég orðin þreytt og svöng! Ég var í Winsløw Parken að vinna við B.Sc. verkefnið mitt frá átta í morgun til rétt fyrir átta í kvöld. Það hefði svo sem ekki verið neitt mikið mál, nema af því að ég átti ekkert til að taka með mér í nesti í morgun. Ég var samt svo heppin að einn af vinnufélögunum kom með brauð handa okkur á rannsóknastofunni, þannig að ég gat amk fengið mér smá franskbrauð fyrir hádegið. Eftir það fékk ég ekkert nema einn banana sem vinkona mín gaf mér og smá nammi úr sjálfsalanum. Það er bara svo pirrandi að kantínan skuli vera lokuð á sumrin! Það er ekki að því að spyrja að ég var orðin ansi svöng þegar ég loksins hafði tíma til að gera mér grein fyrir því rétt fyrir átta og þá átti ég líka eftir að versla á leiðinni heim (og flestar búðir loka klukkan átta). Þegar ég svo kom heim skellti ég í eina vél áður en ég LOKSINS gat fengið mér að borða.

Úff, mér var svo flökurt á leiðinni heim og mig var farið að svima ansi mikið. Ekki sniðugt! Ég ætla að hafa helling af nesti með mér á morgun!

Reyndar náði ég að vinna alveg helling úr niðurstöðunum mínum í dag á tóman maga!

juli 17, 2005
 


Í nótt...

...er bara einn mánuður þar til við Elli leggjum af stað til Egyptalands, þar sem við ætlum að vera í tvær vikur við Rauða hafið að kafa. Það verður gaman að sjá hvort hákarlarnir, vinir okkar frá því í fyrra, búi enn undir kóralnum á suðurrifinu. Svo hlakka ég líka til að sjá alla hina flottu fiskana, höfrungana og skjaldbökurnar. Ég setti inn nokkrar myndir frá því í fyrra svo þið getið séð hvað þetta er mikil paradís þarna suður frá.




juli 14, 2005
 
Pjente-grisen

Ég gleymdi alveg að segja frá fleiri góðum hugmyndum sem komu upp varðandi garðinn okkar hér á Pjente, þegar við fimm hér af annarri hæðinni vorum í góðum gír að sötra öllara á meðan vatnið var að renna í nýju sundlaugina okkar. Ein af hugmyndunum var sem sagt að fá okkur eitt stykki grís í garðinn. Við gætum kallað hann pjente-grisen og haft hann á litlu afgirtu svæði í horni garðsins og byggt lítið hús handa honum. Í lok sumars væri svo hægt að halda garðpartý og grilla grísinn. Mér leist nú ekkert alltof vel á þessa hugmynd og trúði því varla að strákarnir (sem auðvitað áttu hugmyndina!) væru að meina þetta. Þegar við stelpurnar tókum ekkert alltof vel í þetta sögðu þeir að við gætum þá fengið lamb í staðinn eða hænsni. Mér fannst að þá ættum við frekar bara að fá okkur kanínur, en það fannst þeim ekki nógu góð hugmynd því það yrði að vera eitthvað kvikindi sem hægt væri að grilla.

Eftir miklar vangaveltur datt hugmyndin samt upp fyrir og við ákváðum að halda okkur við badmintondót og fleiri garðspil. Og svo erum við líka komin með sólstóla :-)

Og hérna er ein mynd af mér fyrir utan íbúðina mína (reyndar tekið þegar ég var að lesa fyrir próf í júní)

juli 12, 2005
 
Ég þoli ekki við lengur...

...inni í loftkældri skrifstofu á rannsóknastofunni, þar sem ég er að vinna við að skrifa B.Sc. verkefnið mitt. Ég var rétt í þessu að frétta að það væri 32°C úti, svo ég er farin heim í sundlaugina.

Ciao!

juli 11, 2005
 
Brjálað gott veður, risasundlaug, rammstein og naktir nágrannar !

Þetta var nú meiri helgin eins og sést væntanlega á fyrirsögninni og ég ætla að reyna að vera stuttorð í lýsingum á viðburðum helgarinnar til þess að þetta verði ekki svo langt blogg að enginn nenni að lesa það.

Veðrið í Mörkinni er alveg frábært þessa dagana og ég hef svo gott sem ekkert verið innandyra alla helgina, fyrir utan örfáa tíma undir morguninn. Það er líka svo heitt alltaf inni hjá mér, í kringum 30°C, að maður er að kafna og sefur bara með sængurverið yfir sér. Íbúarnir hérna á Pjentedam eru svo heppnir að hafa hver sinn inngang og svalir fyrir utan innganginn. Önnur hæðin (3. skv. íslenskri talningu), sem ég bý á er langflottust því hér erum við þrjú sem erum með lítið borð og stóla fyrir utan hjá okkur. Það skapast því oft mikil stemming á annarri hæðinni þegar einhver bregður sér út fyrir til að fá sér einn kaldan og svo bætast sífellt fleiri í hópinn og endar með útipartýi. Þetta gerðist einmitt á föstudagskvöldið þegar ég skrapp út fyrir með bókina Kleifarvatn en endaði með að sitja ásamt fleirum af hæðinni til klukkan fimm um morguninn yfir hvítvíni og víst einhverju rauðvíni líka.
En það er ekki bara á kvöldin sem stemmingin skapast, því það sama gerðist á laugardaginn um hádegið þegar ég og önnur stelpa af hæðinni vorum úti að borða ávexti sem við vorum nýbúnar að versla á markaðnum handan götunnar. Skemmst er frá því að segja að nokkrir aðrir íbúar hæðarinnar drógust að og eftir umræður um hvað það væri nú gaman að get notað garðinn okkar meira á sumrin þá hjóluðum við í Bilka og keyptum sundlaug fyrir kollegíið. Og við keyptum enga smá sundlaug, heldur 10.000 L risakar. Við settum laugina á miðja grasflötina og byrjuðum að láta vatnið renna og fengum okkur svo nokkra kalda øllara. Ég reiknaði síðan út að það tæki rúma 10 tíma að fylla karið og þá fluttum við okkur upp á svalirnar á annarri hæð og pöntuðum pizzu. Svo leið kvöldið og enn sátum við á svölunum í góðum fílíng og drukkum bjór í boði kollegísins. Þar sem við höfðum fengið hugmyndina, tekið ákvörðunina og keypt dótið var það alveg á hreinu að við skyldum verða fyrst til að hoppa í og þegar laugin var u.þ.b hálffull stuttu eftir miðnættið var það svo gert. Og það var heldur betur ærslagangur í okkur, enda vatnshitinn ekki nema um 15°C, svo þeir sem voru heima á kollegíinu komust ekki hjá því að heyra í okkur og við fengum þónokkuð af áhorfendum (m.a. heilt partý á fyrstu hæðinni).
En nú er laugin orðin full og vatnið farið að hitna af sólinni sem skín glatt alla daga. Ég hef svo verið úrnefnd laugarvörður enda með reynslu á því sviði og ég sé því um að halda pH í jafnvægi og bakteríum og öðrum ófagnaði í skefjum. Já, ég er viss um að Pjentedam sé eina kollegííð í Odense með sundlaug í garðinum. Nú svo erum við líka með fullt af útispilum og badmintondót.

Nújæja, í sólskinveðri eru allir voða uppteknir af því að verða brúnir og vilja helst sleppa við för eftir bikíni. Sumir taka þetta samt alvarlegar en aðrir og get ég þá nefnt tvær gellur í næsta húsi. Þær eru búnar að sitja í garðinum alla síðustu daga alveg kviknaktar og það þó að hálft Pjentekollegíið sjái beint niður á þær, m.a. við á annarri hæðinni. Þó að við höfum setið heill hópur af fólki á svölunum beint fyrir ofan þær hafa þær lítið verið að skýla því allra heilagasta og virðast vera voða kaldar yfir þessu.

En að lokum verð ég að minnast á Rammstein tónleikana í gær í Kaupmannahöfn. Það var hreint út sagt alveg geggjað og ekkert smá flott show.

En nú er ég komin með skrifkrampa...
...farin út að spila badminton í garðinum

juli 07, 2005
 
Og þá kom að því...

að sprengt yrði á ný í evrópskri stórborg! Það er hrikalegt að venjulegt vinnandi fólk skuli ekki geta farið til og frá vinnu án þess að eiga á hættu að verða skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta fólk hefur ekkert gert af sér frekar en ég og þú! Mér hryllir líka við því að á netinu liggur tilkynning frá hópnum sem tekur ábyrgð á sprengingunum í London og þar stendur að Danmörk og Ítalía geti átt von á því sama. Hryðjuverkin eru sífellt að færast nær, þó að manni finnist þau ennþá svo fjarlæg.

juli 06, 2005
 
Ha ha ha...

Góð tilraun!

juli 05, 2005
 
Þreyta og bleyta !

Ég ætlaði aldrei að geta farið á lappir í morgun og lá í móki í næstum því einn klukkutíma áður en ég gat komið mér í gang. Ég lagði því af stað út í Winsløw rétt fyrir níu í staðinn fyrir átta, sem að vísu gerir ekkert til þar sem ég er í sjálfstæðri vinnu við að skrifa verkefnið mitt og mætti skrifa það á nóttunni ef ég vildi það frekar. En það er gott að reyna að koma sér í fasta rútínu og svo er meira gaman að vera á skrifstofunni þegar aðrir eru þar.

Það er eins og rigningin sé að fylgja mér! Júnímánuður á víst að hafa verið voðaleg þurr á Íslandi, eða alveg þar til ég kom þá fór að rigna. Hér í Mörkinni var þurrt allan tímann meðan ég var á Klakanum, en núna er byrjað að rigna og á víst að vera þannig alla vikuna. Það verður gaman að sjá hvort það sama verður tilfellið þegar ég fer til Egyptalands í ágúst. Einhvern veginn efast ég samt um það!

juli 04, 2005
 
Trænger du til et smil (måske endda
et grin)?


Vidste du at....

Hvis du skreg i 8 år, 7 måneder og 6 dage ville du have produceret nok
energi til at varme en kop kaffe?
(Er næppe det værd)

Hvis du prutter uafbrudt i 6 år og 9 måneder vil der være produceret nok
gas til en atombombe?
(Så ligner det noget!)

Hjertet producerer så stort et pres når det pumper blod ud i kroppen at det
kan sprøjte 914,40 cm?
(Oh My God!)

En gris' orgasme varer i 30 minutter?
(I mit næste liv vil jeg være en gris)

En kakerlak kan leve i 9 dage uden dens hoved før den dør?
(Uhyggeligt!)

(Jeg er stadig ikke kommet mig over det med grisen)

Hvis du banker dit hoved ind i væggen bruger du 150 kalorier i timen?
(Prøv ikke det derhjemme. Men måske på arbejdet)

Hannen hos vandrende pinde kan ikke parre sig når dens hoved er fastgjort
til kroppen. Hunnen tager initiativet til sex ved at rive hannens hoved af?
("Skat, Jeg er hjemme. Hvad f...?!")

En loppe kan hoppe 350 gange så langt som dens kropslængde? Det svarer til
at et menneske hopper længden på en fodboldbane.
(30 minutter... heldige gris. Kan du forestille dig det??)

Havkatten har over 27,000 smagsløg?
(Hvad kan være så velsmagende på bunden af havet?)

Nogle løver parrer sig over 50 gange om dagen?
(Jeg vil stadig være en gris i mit næste liv - kvalitet frem for kvantitet)

Sommerfugle smager med deres fødder?
(Noget jeg altid har ønsket at vide!)

Den stærkeste muskel i kroppen er tungen?
(Hmmmmmm........)

Højrehåndede mennesker lever, i gennemsnit, 9 år længere end
venstrehåndede?
(Godt så!)

Elefanter er de eneste dyr der ikke kan hoppe?
(OK, det er jo nok meget godt........)

En kats urin lyser under sort lys?
(Gad vide hvem der har betalt for at finde ud af det?)

En struds' øje er større end dens hjerne?
(Jeg kender mennesker med samme problem)

Søstjerner har ingen hjerner?
(Sådan nogle mennesker kender jeg også)

Isbjørne er venstrehåndede?
(Hvis de skifter, vil de leve meget længere)

Mennesker og delfiner er de eneste arter der har sex for lystens skyld?
(Hvad med grisen??)

juli 03, 2005
 
Bloggleysi

Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði eitthvað inn á þessa síðu, enda hefur verið nóg annað að gera. Eru nokkuð allir hættir að lesa?

Ég skrapp til Íslands í 10 daga og naut þess að vera í fríi og þurfa ekki að gera neitt. Eins og venjulega var ég samt alveg á fullu allan tímann og þessir 10 dagar liðu ótrúlega hratt. Allt í einu var ég komin til Keflavíkur á ný og á leiðinni heim til Odense. Þó að það sé gaman að skreppa heim á Klaka var samt gott að koma heim til Odense og yndislegt að vera komin í íbúðina mína og í góða veðrið í Mörkinni. Næstu sex vikurnar er B.Sc ritgerðin á dagskránni hjá mér og því nóg að gera, en ég get varla beðið eftir að komast í gang.

Jæja, best að fara að kíkja á póstinn og skreppa í búð...

...lofa að skrifa oftar á næstunni.