Weblog Commenting by HaloScan.com


Site Meter
Gunnhildur í Odense!
The WeatherPixie

september 29, 2005
 
Gaman, gaman!

Það er svo gaman í skólanum þessa dagana, því tímarnir sem ég er í eru svo spennandi. Ég er í þremur áföngum á þessari önn og þar af er einn áfanginn (bioinformatik) ekki byrjaður enn og varir bara í nokkrar vikur á meðan hinir tveir (human patofysiologi og farmakologi) eru heilsársáfangar, þ.e.a.s. ég fer ekki í próf fyrr en í júní á næsta ári. Human patofysiologi áfanganum er skipt upp í blokkir og núna erum við sem sagt að læra um krabbamein, en mér finnst það einmmitt mjög spennandi efni og gæti alveg hugsað mér að vinna að rannsóknum á því sviði. Um daginn fengum við að fara á patologisk afdeling og skoða líffæri sem tekin hafa verið úr krabbameinssjúklingum, s.s. lifur sem var stútfull af æxlum og lungu sem voru illa farin af krabbameini. Við fengum líka að sjá nokkra heila með æxlum í (sem vissulega hafði nokkur áhrif á mig) og svo sýndi hann okkur krabbameinssýktan ristil og blöðru og margt fleira skemmtilegt.

september 27, 2005
 
HVERNIG Á AÐ FARA Í STURTU EINS OG KONA?

Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar "óhreina-taus-körfur" Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni.
Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið.
Horfðu á sjálfa þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna.
Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina:
Andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn.
Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.
Þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.
Notaðu Agúrgku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur.
Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega.
Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni. Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu.
Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum.
Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa.
Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki.
Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera út af við það sem þú finnur.
Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Mundu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt.. og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í að klæða þig!!!!

AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR!!!

Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá "vininn" í áttina að henni og segðu "Vúúííí".
Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk" (sem þú ert ekki með.)
Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum", gríptu um hann og segðu "Jú vonna pís of ðis beibí".
Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka! ekki nota hann ef þú rekst á hann.
Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tíhíhíhíhí).
Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til af því að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.)
Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).
Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gosann", taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Sssjabúmm".
Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í gær

september 25, 2005
 
Veðurblogg!

Það er nú meiri veðurblíðan hér í Mörkinni! Ef trén væru ekki aðeins byrjuð að fella laufin þá gæti maður haldið að það væri enn sumar, því það er sannarlega stuttbuxnaveður. Ég er búin að vera úti í garði í allan dag ásamt fleirum héðan af Kollegíinu og svo skelltum við Baldur okkur í labbitúr og fengum okkur ís inni í bæ. Á leiðinni heim komum við síðan við í Eventyrhaven og löbbuðum þaðan meðfram ánni heim.

Og hvað er nú aftur hitastigið í Reykjavík? 4°C?

september 23, 2005
 
Íslenska ?!?!

Ég datt áðan inn á heimsíðu Skjás 1 og kíkti aðeins á upptökur af þættinum "Sjáumst með Silvíu Nótt". Ég veit ekki hvort einhver horfir á þennan þátt, en ég allavegana gat það bara ekki, því málfar stelpunnar var að fara með mig! Allt sem hún segir í þessum þáttum er; ..., þúeist,..., þúeist, ..., þúeist, ... skeluru, ..skeluru, ...þúeist, ...

Hvað er að verða um móðurmálið okkar? Er það svona sem unglingarnir tala í dag? (Hrikalega hlýt ég þá að vera orðin gömul) Ég bara gat ekki horft á þetta!

september 20, 2005
 
Krútt!

Ég fór í gær í heimsókn til Karenar vinkonu og Mathiasar litla, sem varð eins árs um daginn. Karen eldaði mat fyrir okkur og þegar hún var búin að baða og hátta Mathias fórum við út að labba með hundana og með Mathias í vagninum. Hann Mathias litli er svo mikið krútt og var ekki lengi að taka mig í sátt og skríða upp í fangið á mér. Svo lékum við okkur saman og hann skemmti sér mjög vel og var ánægður með þennan nýja leikfélaga.

september 17, 2005
 
Haust

Það er að koma haust í Mörkina. Þó að það sé enn ágætis veður (sumarveður á íslenskan mælikvarða!) þá finnur maður alveg að það er farið að kólna. Ég er meira að segja farin að hjóla með hanska og er að hugsa um að fara að draga fram dúnsængina mína aftur, en henni pakkaði ég niður þegar byrjaði að hlýna í vor. Það er samt kannski ekki alveg að marka mig, enda er ég mikil kuldaskræfa, og hef oft verið spurð hvort það geti verið satt að ég sé Íslendingur.

september 15, 2005
 
Enn eitt afmælisbarnið!

Hann Mathias litli hennar Karenar vinkonu er 1 árs í dag. Karen vinkona mín er dönsk og á líklega ekki eftir að lesa þetta blogg, þar sem ég skrifa yfirleitt á íslensku, en ég ætla samt að setja hamingjuóskir hér á síðuna...

Hjertelig tillykke með fødselsdagen, lille Mathias!

Ótrúlegt, hvað tíminn hefur liðið hratt! Mér finnst örstutt síðan Karen var með mér í sumarkúrsinum "advanced experimental biology" (BM25) í ágúst í fyrra, þá alveg kasólétt og nú er stubburinn sko orðinn 1 árs. Ég ætla að skella mér í heimsókn til þeirra á næstunni, en ég hef ekki séð þau síðan í byrjun júlí og Mathias er væntanlega búinn að stækka heilmikið síðan þá.

september 14, 2005
 
Afmælisbarn dagsins

Af mbl.is
Þú hefur náttúrulega rannsóknarhæfileika og til að bera næmt auga fyrir smáatriðum, nákvæmni og athyglisgáfu. Vinna þín einkennist af skilvirkni og framleiðni og þú átt gott með að koma böndum á óreiðuna. Reyndar hefur þú gaman af því þótt þú viðurkennir það ekki.


Til hamingju með 25 ára afmælisdaginn, Baldur !

september 13, 2005
 
Afmælisbarn dagsins!

Af mbl.is
Þú ert ástríðufull manneskja og helgar þig viðfangsefnum þínum af öllu hjarta. Fyrir vikið ertu bæði frábær kennari og nemandi. Þú býst við að ná árangri og getur komið miklu til leiðar. Þrautsegja og stefnufesta eru gulls ígildi.

Já, þá er maður bara orðinn 25 ára!

Baldur minn kom við hjá mér í morgun áður en hann fór í skólann og gaf mér afmælispakka. Það var svo gaman að fá pakka að mér fannst ég vera orðin 10 ára aftur :-) Hann gaf mér rosa flott blóm, sem ég ætla að vera dugleg við að halda lífi í (treysti á hjálp frá honum, því ég hef ekki verið svo heppin með blóm hingað til og er því mestmegnis með kaktusa hjá mér, hmmm!). Svo gaf hann mér æðislegt morgunverðarsett frá Rosendahl (dansk design!), en ég er einmitt að safna því og þar sem við tvö fengum einmitt helling af því frá vinum okkar um helgina eigum við orðið nóg í búið :-) Svo fékk ég líka Finding Nemo á DVD frá honum, en ég er búin að vera að tala um að mig langi í þessa mynd alveg síðan ég kom frá Egyptalandi :-)
Eftir að Baldur fór í skólann gerði ég mér morgunmat, lagaði gott kaffi (my own recipe!) og horfði á Finding Nemo. Ummm, það er svo gaman að eiga afmæli!

september 12, 2005
 
Afmælispartý !

Ég hef ekki verið dugleg við að skrifa hér inn á síðuna að undanförnu vegna þess að það er búið að vera nóg að gera. Ég vona samt að það séu ekki allir hættir að lesa!

Við Baldur verðum bæði 25 ára núna í vikunni (ég á morgun og hann daginn eftir), þannig að við héldum svaka afmælispartý á laugardagskvöldið. Við leigðum fælleslokalet á Lindekollegíinu og buðum um 50 manns. Það var rosa fjör í partýinu og ég held að fólk hafi almennt verið að skemmta sér mjög vel. Eftir partýið var svo farið í bæinn (reyndar er Lindekollegíið alveg niðri í bæ) og tjúttað undir morguninn.

Takk til allra, sem voru í partýinu, fyrir kvöldið og takk fyrir allar flottu afmælisgjafirnar. Ég sé það að við Baldur verðum að fara að spá í að flytja saman þar sem við eigum orðið slatta af sameiginlegu dóti :-)

Og, hér nokkrar myndir úr partýinu...





september 06, 2005
 


Ég bara varð að prófa ...




You Belong in New York City


You're an energetic, ambitious woman.
And only NYC is fast enough for you.
Maybe you'll set yourself up with a killer career
Or simply take in all the city has to offer


What City Do You Belong in? Take This Quiz :-)



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.




september 04, 2005
 
Ferðasaga

Marsa Shagra í Suður-Egyptalandi er yndislegur staður. Þarna eru einungis kafarar og egypskir starfsmenn, og allt snýst um að kafa og hafa það gott þess á milli. Köfunin á húsrifinu, þ.e.a.s. á kóralrifinu sem tilheyrir kafarabúðunum, er alveg frábær og þar er margt að sjá, meðal annars anemónufiskar, rifhákarlar, skorpionfiskar og skjaldbökur ...



Suma dagana breyttum við aðeins til og skelltum okkur með hraðbát á önnur rif í nágrenninu, m.a. Elphinstone (Shaab Shagra) og Dolphin House (Shaab Samadai), sem bæði eru frekar langt úti í hafi og því er skyggnið þar frábært. Við fórum líka á nokkur Truck Dive, þ.e.a.s þá tekur maður kassann sinn með kafaradótinu, sest aftan á opinn trukk og svo er keyrt af stað á einhvern góðan köfunarstað í nágrenninu. Einn slíkur staður er Marsa Abu Dabbab, þar sem ein feikistór sækýr býr og lifir á sægrasi. Við fundum sækúna eftir stutta leit í sægrasinu. Sumir kafararnir í hópnum fóru frekar nálægt henni, þannig að henni hætti að lítast á blikuna og synti af stað. Elli náði þessari frábæru mynd þegar ferlíkið var að lyfta sér af stað...


Nokkra daga í röð kom hópur af höfrungum, um 30-40 stykki í víkina okkar að leika sér. Vöktu þeir mikla gleði, sérstaklega hjá mér, enda elska ég þessi dýr og finnst fátt skemmtilegra en að synda með þeim. Einn daginn vorum við Elli að koma úr köfun á ytri hlið húsrifins og létum sækja okkur á hraðbát. Í lok köfunarinnar höfðum við heyrt í höfrungunum en ekki séð þá. Þegar við erum á leiðinni inn í víkina okkar sjáum við hópinn synda í kringum bátinn, en þeir voru þá nýkomnir inn og enginn kominn í vatnið til að synda með þeim. Ég var ekki lengi að plata Ella bróðir til að ganga frá kafaradótinu mínu fyrir mig og skellti á mig froskalöppunum og grímunni minni, tók myndavélina hjá Ella og hoppaði í til þeirra. Ég synti alein með þeim í a.m.k. 20 mín og tók fullt af frábærum myndum og videomyndum. Þetta var alveg magnað enda voru höfrungarnir að forvitnast í mig og þar sem ég var alein komu þeir mjög nálægt mér og syntu allt í kringum mig ...



Ég gæti haldið endalaust áfram, enda af nógu að taka. Þessi ferð var í alla staði frábær og vel heppnuð. Mér finnst eins og mig hljóti að hafa verið að dreyma þetta allt saman og nú sé allt í einu búið að rífa mig aftur tilbaka í raunveruleikann.

september 02, 2005
 
Aftur í Mörkinni...

...eftir 25 klukkustunda ferðalag í gegnum 4 flugvelli í 3 mismunandi löndum! Ég fór að vísu í gegnum Odense og beint til Esbjerg með brósa til að geta fengið allar myndirnar frá því í Egyptalandi með mér til Odense á morgun. Ég er núna orðin ansi þreytt enda hef ég ekkert sofið í um 40 klukkutíma, eða frá því að ég vaknaði í gærmorgun í Marsa Shagra í Egyptalandi.

Ég ætla að bíða með ferðasöguna þar til á morgun, en ég get þó sagt að þessar tvær vikur voru einfaldlega FRÁBÆRAR !!! Ég er strax farin að sakna allra vina minna í Marsa Shagra, aðallega þó á meðal starfsfólksins þar, enda eru Egyptar yndislegt fólk.

Jæja, farin að sofa...

...Zzzzzzzz