Weblog Commenting by HaloScan.com


Site Meter
Gunnhildur í Odense!
The WeatherPixie

oktober 31, 2005
 
Já, ótrúlegt en satt!

Verð víst að viðurkenna að þeir hittu naglann á höfuðið hér...

Your Birthdate: September 13

Being born on the 13th day of the month should help make you a better manager and organizer, but it may also give you a tendency to dominate people a bit.
You may be more responsible and self-disciplined than you realize.
Sincere and honest, you are a serious, hard working individual.

Your feeling are likely to seem somewhat repressed at times.
You are apt to be much more practical, rational, and conscious of details.
Your intolerance and insistence on complete accuracy can be irritating to some.

oktober 30, 2005
 
Ølfestival

Ég skrapp í gær ásamt nokkrum héðan af kolleginu á ølfestival í Odense Congress Center. Þarna var hægt að smakka 600 ólíkar bjórtegundir og langflestar tegundirnar voru sjaldgæfar, þ.e.a.s. bjór sem maður getur ekki fengið úti í búð, en þarf að kaupa í sérverslunum. Við smökkuðum margar tegundir, sumar mjög góðar en aðrar ekki eins góðar. Mér fannst ávaxtabjórarnir bestir, þá aðallega kriek, sem er kirsuberjabjór (sjá mynd til hægri).

Annars er erfitt að gera upp á milli bjóranna, þar sem það fer eftir því hvað maður er að borða og hvernig skapi maður er í.

Langur dagur

Dagurinn í dag er einum tíma lengri en aðrir dagar af því að við seinkuðum klukkunni um einn tíma í nótt. Ég var reyndar ekkert að spá í því þegar ég vaknaði í morgun og fannst ég hafa sofið heldur lengi. Ég kveikti á tölvunni minni og fór að vinna við fyrirlesturinn sem ég á að flytja á miðvikudaginn í farmakologi. Ég byrjaði að vinna við hann á hádegi, en þegar ég var búin að gera heilmikið leit ég á klukkuna í hægra horninu á tölvuskjánum og sá þá að klukkan var bara 11.44. Þá áttaði ég mig á því að tölvan var búin að breyta klukkunni sjálfkrafa og ég hafði því byrjað að vinna við fyrirlesturinn klukkan ellefu en ekki klukkan tólf. Ágætt að fá aukaklukkutíma þegar mikið er að gera ;-)

oktober 28, 2005
 
Jæja, jæja, ...

...eruði nokkuð búin að gefast upp á mér? Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa en það hefur varla gefist tími. Alltaf nóg að gera og tíminn bara flýgur áfram. Mér finnst jólin vera að nálgast á ógnarhraða enda verður nóg að gera í skólanum þar til um miðjan desember og svo er tími julefrokostanna líka að ganga í garð. Það er þegar búið að bjóða mér í 4 julefrokosta og svo hef ég möguleika á að fara í tvo til viðbótar (en er að hugsa um að láta þessa 4 duga, þar sem ákavítið á það til að sitja svolítið í mér).

Hvað er málið með...

...veðrið! Ekki það að ég sé að kvarta, alls ekki, en 18°C hiti og sólskin í lok október. Er það nú ekki svolítið mikið? Ég var einmitt að draga fram allar hlýju peysurnar mínar sem ég pakkaði niður í vor. Kannski ég ætti bara að pakka þeim niður aftur. Það var fínt fyrir okkur að þessi stóra lægð fór til Íslands og gerði þar allt vitlaust, því á meðan hefur hún verið að draga hlýtt loft frá Miðjarðarhafinu alla leið norður til okkar í Mörkinni ;-)

Doktorinn

Ég er búin að ávkveða að sækja um fjögurra ára doktorsstyrk frá Háskólanum og þarf að skila inn umsókn ásamt verkefnislýsingu þann 16. janúar næstkomandi. Ef ég verð svo heppin að hljóta styrkinn mun ég ekki gera mastersverkefni heldur fara beint í fjögurra ára doktorsverkefni. Eftir tvö ár þarf maður samt að skila inn ritgerð (midtvejsafhandling) um það sem maður er búinn að gera og verja hana, en eftir það má maður svo kalla sig M.Sc. Ég er búin að tala um þetta við prófessorinn og yfirmann stofnfrumurannsóknahópsins og honum líst vel á þetta og segir að það sé nóg af verkefnum á döfinni hjá hópnum og ég geti vel fengið verkefni sem getur haldið mér upptekinni í fjögur ár. Það er nú ansi mikilvægt að verkefnið sé spennandi og gefi af sér nóg af góðum niðurstöðum sem hægt er að fá birtar í virtum vísindatímaritum. Svo erum við líka að tala um fjögurra ára vinnu og því betra að maður fái að gera eitthvað sem maður hefur áhuga á.

oktober 23, 2005
 
Komið að lokum efterårsferien...

...og skóli á morgun. Frá því að við Baldur komum heim frá Hamborg á þriðjudagskvöldið höfum við bara að mestu leyti slappað af heima og skruppum að vísu einu sinni í bíó líka. Baldur er samt búinn að vera að lesa á daginn og ég að lesa og "vinna", þ.e.a.s. undirbúa mig fyrir tímana sem ég á að vera með í Háskólanum í byrjun desember. Ég held ég sé bara orðin ágætlega undirbúin og hlakka til að fá að prófa þetta, þ.e. að kenna öðrum háskólanemum. Við skulum samt sjá til hvort stressið magnist ekki þegar nær dregur, hmmhmm.

Á morgun ætla ég að skila B.Sc. verkefninu mínu, en ég er löngu búin með það og búin að hafa fimm útprentuð og innbundin eintök liggjandi hér heima í lengri tíma. Þar sem ég breytti aðeins verkefninu (stækkaði það aðeins) þá þurfti ég líka að breyta titlinum og svoleiðis breytingar þarf að sækja um. Ég er búin að vera að bíða eftir svari (sem ég auðvitað vissi alveg að yrði jákvætt) í næstum því mánuð, en þetta þurfti að ganga í gegn áður en ég mætti skila. Á föstudaginn kom svo tölvupóstur um að breytingin á titlinum væri "godkendt" og því má ég skila núna. Þá líður ekki á löngu áður en ég fæ B.Sc. gráðuna mína :-)

oktober 19, 2005
 
Komin heim...

...úr frábærri ferð!

Ferðin til Aalborg á laugardaginn var ansi skrautleg og tók fimm og hálfan tíma í staðinn fyrir tæpa þrjá, sökum þess að DSB var ekki alveg að standa sig. Ekki var nóg með að lestin væri sein heldur var henni endanlega aflýst í Århus, vegna þess að þar fékkst engin lestarstjóri. Þurftum við því að bíða eftir næstu lest sem auðvitað líka var alltof sein. Þegar við loksins komumst til Aalborg tóku Siggi og Þór vel á móti okkur og töfruðu fram dýrindis máltíð og svo skruppum við í bæinn á Jomfru Ane gade.

Við vorum snemma á ferðinni næsta dag og kvöddum strákana áður en þeir skriðu á fætur. Við ferðuðumst síðan með lest suður með öllu Jótlandi og alla leið til Hamburg, þar sem við vorum næstu tvær næturnar. Í Hamburg tókum við bara lífinu með ró og skoðuðum miðborgina, fórum út að borða og versluðum. Hótelið okkar var rosalega notalegt og staðsett rétt hjá aðalbrautarstöðinni rétt við miðbæinn. Til að geta séð aðeins meira af Hamburg en bara miðbæinn skruppum við í Sightseeing ferð og keyrðum m.a. um St.Pauli og niður á höfn. Við fórum úr sightseeing rútunni við St. Michaels kirkju og fórum upp í turninn, þaðan sem við gátum sér yfir alla borgina. Þótt ferðin hafi verið stutt var hún mjög skemmtileg og finnst mér ég vera búin að hlaða batteríin fyrir næstu vikurnar og mánuði, a.m.k. fram að jólum.

oktober 15, 2005
 
Lögð af stað í ferðalag!

Þá erum við Baldur farin af stað til Álaborgar og svo þaðan til Hamborgar á morgun! Við komum ekki heim aftur fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudagskvöldið...

...Tscüss!

Jæja, þá kom að því...

...og hann var svona stór!



Ég var að horfa á TV2 í gærkvöldi með Baldri og þegar bíómyndinni var að ljúka kom texti efst á skjáinn þar sem stóð að eftir stutta stund kæmi aukafréttaþáttur. Hmm, við vorum ekki í vafa um að nú væri hún Mary að fara að eiga. Það kom hins vegar ekki mikið fram í þessum aukafréttaþætti og ekkert var orðið staðfest. En stór hópur fréttamanna stóð fyrir utan Rigshospitalet og ýmsar kjaftasögur voru í gangi. Meðal annars var þarna ein kona sem hafði verið inni á sjúkrahúsinu og sagði að hjúkka hefði sagt sér að Mary væri á fæðingadeldinni að eiga. Svo var líka eitthvað gruggugt við þá staðreynd að fæðingadeildin hafði verið lokuð allan daginn.

Já, það verður ekki talað um annað hér í Mörkinni á næstunni. Aumingja fréttamennirnir hangsa fyrir utan Rigshospitalet og bíða eftir að fá að sjá drenginn, en það gætu hins vegar liðið nokkrir dagar áður en kemur að því.

oktober 14, 2005
 
Snjór, snær, ...?

Ég var að lesa í farmakologi bókinni minni og þá rakst ég á þetta; ...
"Terms like cytokine really belong - like a lot of scientific terms - to tribal dialects, reminding one of the umpteen different words for snow in Icelandic"

Tja, hvað eru nú til mörg orð yfir snjó á íslensku? Ég er ekki frá því að það séu til miklu fleiri orð yfir rok en yfir snjó.

oktober 12, 2005
 

Myndir

Ég tók myndirnar frá Egyptalandi, sem ég lét framkalla um daginn, með mér í skólann í dag til að sýna Ninu vinkonu minni. Þegar ég var að sýna henni þær voru bara allir komnir í kringum okkur til að sjá því fólki fannst þær svo geðveikt flottar. Professional myndir var það sem flestir sögðu, hehehe. Kennarinnn var eitthvað farinn að ræskja sig við töfluna því pásan var liðin og svo sagði hann að ég ætti bara að koma upp að töflu og sýna öllum, því þetta virtust vera svo áhugaverðar myndir. Ákvað fólk þá að ég tæki bara nokkrar með og hefði jafnvel sem bakgrunn þegar ég á að halda fyrirlestur í þessum áfanga eftir nokkrar vikur. Hmm, gæti verið að það dragi athygli fólks frá annars mjög spennandi efni; "Det autonome nervesystems receptorer og transmittere" Annars þá náði ég ekki að sýna Ninu allar myndirnar og lofaði því að taka þær með aftur á morgun.










Ferðalag

Nú er það komið á hreint að við Baldur förum til Aalborg á laugardaginn í 25 ára afmæli hjá Sigga vini hans Baldurs. Svo á sunnudaginn ætlum við að fara beint til Hamburg og vera þar í a.m.k. tvær nætur. Ég er búin að panta fyrir okkur hótelherbergi í miðborg Hamburg, rétt við ána Alster. Ææææ, þetta á eftir að vera svo gaman!
Það er reyndar ótrúlegt að ég skuli aldrei hafa komið í miðborg Hamburg, þar sem ég er annars búin að vera mjög oft í Hamburg. Er ég búin að vera þrisvar á flugvellinum þar, oftar en ég get talið á öllum stóru lestarstöðvunum, hef farið með strætó frá flugvellinum út á aðallestarstöðina og svo hef ég farið á völlinn, þ.e. aðalfótboltavöllinn, í Hamburg. En núna er komið að miðbænum :-)

oktober 11, 2005
 
Grasker

Nú er sko orðið fínt fyrir utan hjá mér! Ég og tveir nágrannar mínir hér á annarri hæðinni á Pjentedam vorum rétt í þessu að ljúka við að skera í grasker. Afraksturinn getiði séð hér að neðan.


oktober 10, 2005
 
Helgin ...

...er liðin og ný vika hafin. Þrátt fyrir að ég hafi farið á árshátíðina á föstudagskvöldið og verið þar í góðum gír til klukkan 5 um morguninn tókst mér ætlunarverk mitt, þ.e. að vera dugleg að læra um helgina. Ég var að vísu svolítið tuskuleg framan af laugardeginum og skellti Finding Nemo í spilarann og sofnaði yfir henni. Eftir ágætis blund var mér ekki til setunnar boðið og við tók lærdómur. Með að því að vera áfram dugleg að læra í þessari viku get ég leyft mér að skreppa til "útlanda" með Baldri í efterårsferien, í næstu viku, í tilefni af 25 ára afmælunum okkar. Við erum ekki endanlega búin að ákveða hvert við förum, en erum að spá í að skreppa bara til Hamborgar í svona tvær nætur. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum.

Ég er byrjuð að undrbúa mig fyrir kennslutímana sem ég verð með í Háskólanum í viku 49. Úff, það er allt öðruvísi að lesa efnið þegar maður er að fara að standa við töfluna, en ekki sitja fyrir framan hana. Maður þarf að spá í hvert smáatriði því það er pottþétt einhver sem á eftir að spyrja út í það. Ég hlakka geðveikt til að fara að kenna en er líka rosalega stressuð!

oktober 06, 2005
 

Myndastúss

Í dag lét ég framkalla nokkrar (hóst 70 stykki) af bestu myndunum frá Egyptalandi. Reyndar er þetta orðið svo tæknilegt í dag að maður hendir bara disknum með myndunum inn í einhvern kassa og nokkrum mínútum síðar koma myndirnar út úr kassanum. Ég er búin að skoða allar myndirnar fram og aftur í tölvunni minni en það er samt sérstaklega gaman að hafa þær í höndunum og líka auðveldara að sýna öðrum.
Ég keypti mér líka myndapappír og ramma í dag og er svo búin að vera að klippa allraflottustu myndirnar til, stækka og prenta út. Er ég því komin með vini mína höfrungana, skaldbökurnar, anemónufiskana (Nemo) og sækúna upp á veggina hjá mér. Það var erftt að velja úr, því það er svo mikið af flottum myndum og mig langar helst að hafa þær allar fyrir framan mig. En þar sem það er takmarkað veggjapláss í fínu íbúðinni minni varð ég að reyna að velja það allrabesta úr. Svo get ég alltaf bara skipt um myndir öðru hvoru. Þegar ég fæ einhvern tímann stærri íbúð langar mig mest af öllu að mála einn vegginn bláan og hengja upp margar af flottustu myndunum. Svo þegar ég horfi á vegginn minn get ég ímyndað mér að ég sé komin til vina minna í Rauða hafinu :-)

Grasekkja

Annars þá er ég barasta grasekkja þessa helgina þar sem Baldur skrapp í stutta ferð á Klakann. Planið er að vera dugleg að læra og svo er búið að plata mig á árshátíðina í SDU annað kvöld.

oktober 05, 2005
 
Frjósemi!

Ég skrapp aðeins upp á skrifstofu hjá KMEB rannsóknahópnum mínum í dag og frétti þar að ein af Ph.D. nemunum sé ólétt. Nú, það væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema af því að ein af meinatæknunum okkar var einmitt að fara í barneignarfrí og einn af nýútskrifuðu sameindalíffræðingunum, sem núna er kominn með vinnu hjá rannsóknahópnum, á von á barni með kærustunni sinni. Við vorum einmitt að grínast með að þau geti stofnað foreldrahóp, eða við gætum kannski breytt einni skrifstofunni í leikherbergi og ráðið fóstrur til starfa.
Fyrir utan alla þessa verðandi foreldra í hópnum mínum þá hefur nánast önnur hver kona á 3. hæðinni, þar sem annar rannsóknahópur starfar, verið ólétt á þessu ári. Það er því ekki skortur á frjósemi hjá starfsmönnum Medicinsk Bioteknologisk Center, og við stelpurnar, sem erum að gera bachelor- og mastersverkefni erum farnar að hafa áhyggjur af þessu (Skyldi þetta vera smitandi ;-)!)

oktober 03, 2005
 
Mexicano

Við Baldur fórum út að borða í gærkvöldi á mexíkanskan veitingastað, í boði foreldra hans, í tilefni af 25 ára afmælunum okkar. Mange tak, Júlía og Markús ;-) Staðurinn, sem heitir Mona Rosa, er ofsalega kósí og maturinn var ofboðslega góður. Það er reyndar einhver óheppni að elta mig, því í bæði skiptin sem við Baldur höfum farið ein út að borða hefur eitthvað verið í víninu mínu. Í gær voru litlar flugur í því! Ég lét auðvitað bara vita og við fengum ný glös og meira að segja nýja vínflösku. Baldur er reyndar farinn að halda að ég sé sjálf að lauma einhverju í glasið þegar hann skreppur frá, því þetta er búið að gerast í bæði skiptin sem við höfum farið út. En ég er alsaklaus og hlýt bara að vera svona eftirtektarsöm (flestir drekka kannski bara vínið án þess að taka eftir neinu, hehehe).
Þegar við komum heim var verið að sýna The Mexican í sjónvarpinu og fannst okkur vel við hæfi að halda stílnum og horfa á hana.

Jæja, það er víst komin ný vika og tími til að drífa sig í patofys...

...bæjó