juli 31, 2006
Austurríki og Ungverjaland
Við Baldur vorum að koma heim úr 8 daga ferð til Mið-Evrópu, nánar tiltekið til Ungverjalands og Austurríkis, og ætla ég því að reyna að koma með smá ferðasögu. Þetta var alveg ólýsanlega gaman og ferðin heppnaðist í alla staði alveg frábærlega. Það er ekki hægt að lýsa því hvað við skemmtum okkur vel þannig að ég ætla að stikla á stóru og láta myndirnar tala sínu máli.
Budapest

Daginn eftir vöknuðum við snemma og skelltum okkur í tveggja tíma "Sightseeing-bus" um Buda og Pest (borgarhlutar í Budapest). Fengum við góða yfirsýn yfir borgina og sáum allt það helsta. Eftir það fórum við yfir Dóná til Buda og gengum upp á kastalahæðina og skoðuðum okkur um þar i nokkra tíma, enda margt að sjá. Þess utan fórum við í neðanjarðargöng sem liggja inni í hæðinni og ná yfir 4000 m2. Göngin eru frá miðöldum en voru notuð í seinni heimsstyrjöldinni sem loftvarnarbyrgi.
Um kvöldið fórum við í siglingu á Dóná og næsta dag fórum við á markað og gengum aftur yfir Dóná til Buda, þar sem við skoðuðum okkur um áður en við tókum metróinn á brautarstöðina Keleti pu, þaðan sem við fórum með lest til Wien í Austurríki.
Wien

Daginn eftir byrjuðum við á því að fara í "Sightseeing-bus" til að fá yfirsýn yfir það helsta og eftir það kíktum við svo betur á útvalda staði, s.s. Hofburg, Parlament og Karlskirche, en þar að auki tókum við metróinn til Schönbrunn (sjá mynd).
Um kvöldið leigðum við okkur hjólabát og sigldum á Alte Donau og enduðum svo kvöldið á Donau Insel, þar sem eru skemmtistaðir og barir og mikið af ungu fólki.
Næsta morgun fórum við á Westbahnhof og hoppuðum upp í lest til Braunau am Inn þar sem ég bjó fyrir 9-10 árum og á enn yndislega fjölskyldu.
Braunau am Inn

München-Odense
Í gær lögðum við svo af stað með næturlest frá München til Odense. Eftir að sætinu okkar var breytt í rúm í gærkvöldi sofnaði ég einhvers staðar í kringum Würzburg og vaknaði ekki fyrr en á landamærum Þýskalands og Danmerkur um sjöleytið í morgun og svo hoppuðum við úr í Odense um níuleytið.
Frábært ferðalag er nú á enda, en minningarnar lifa!

juli 22, 2006
Í stuttbuxum og ermalausum bol

Það er gaman að segja frá því að þegar ég var að labba á Strikinu með mömmu í gær rakst ég á einu manneskjuna sem ég vissi fyrir víst að væri í Kaupmannahöfn núna. Já, þetta var hún Hrund, sem var með mér í MR og í körfunni í KR og er í Køben í sumar. Hún var næstum búin að labba rétt fram hjá mér (nánast straukst við mig) þegar ég fyrir tilviljun leit ég hana og hrópaði svo "Hrund" þegar ég fattaði hver þetta var. Alltaf gaman að rekast á fólk þegar maður býst alls ekki við því.

Það er ekki mikill tími til að sakna mömmu, þar sem við Baldur förum á morgun af stað til Búdapest, síðan áfram til Vínar og svo til Braunau og líklega kíkjum við til Salzburgar eða München áður en við komum heim 31. júlí. Ég er ekki alveg búin að fatta að við séum að fara, því það hefur verið svo margt annað að gera undanfarið (fyrst Sigga og svo mamma í heimsókn) en það hlýtur að koma þegar ég fer að pakka í bakpokann minn.
juli 18, 2006

Við mæðgurnar höfum það aldeilis huggulegt hér í Odense. Við erum sko ekkert að stressa okkur og njótum þess bara að slappa af, sofa út og gera það sem okkur dettur í hug. Veðrið heldur enn áfram að leika við okkur og því er tilvalið að skella sér í sundlaugina öðru hvoru til að kæla sig af. Á myndinni hér til hliðar erum við kerlingarnar einmitt í sundlauginni í garðinum við kollegíið. Á morgun á að verða enn heitara og ætlum við því að skella okkur aftur í sundlaugina og jafnvel draga Baldur með okkur.
juli 13, 2006

Já, ég er hér enn þó að lítið hafi heyrst frá mér að undanförnu, en það hefur barasta verið alveg nóg að gera. Um síðustu helgi var Sigga systir hans Baldurs í heimsókn hjá okkur skötuhjúunum hér í Odense og var ýmislegt brallað þá. Af því að við vorum svo heppin að ég var með bílinn hans Ella bróður í láni gátum við farið að skoða Egeskov slot sem er um 30 km frá Odense á Suður-Fjóni (sjá myndir). Þess utan grilluðum við ásamt Heiðdísi og Magga, vinum okkar, og svo fórum við á ávaxta- og grænmetismarkaðinn og skruppum í miðbæinn hér í Odense. Nú, svo var líka tími til að slappa af og hygge (eins og Danirnir myndu orða það).
Núna er hún mamma mín svo í heimsókn hjá mér og það er sko ýmislegt sem við erum að bralla saman og alltaf nóg að gera hjá okkur. Á morgun ætlum við að breyta aðeins til og skreppa ásamt Baldri til Esbjerg að heimsækja Ellert bróðir.
Mamma verður hjá mér til 21. júlí og svo vorum við Baldur rétt í þessu að kaupa okkur flugferð til Búdapest þann 23. júlí. Við reiknum með að vera tvær nætur í Búdapest og svo tvær nætur í Vínarborg áður en við förum til Braunau að heimsækja fjölskylduna mína, sem ég var hjá þegar ég var skiptinemi í Austurríki 96-97. Við verðum í Braunau þrjár nætur og skreppum líklega til Salzburgar og eitthvað um nágrenni Brauanu og förum svo með næturlest frá München og komum heim til Odense þann 31. júlí. Ég hlakka mikið til ferðarinnar, enda hef ég aldrei komið til Búdapest og svo verður gaman að sýna Baldri Vín og Braunau og hitta austurrísku fjölskylduna mína sem ég hef ekki séð síðan i janúar árið 2004.

juli 03, 2006
Í sól og sumaryl

Ég nýt þess alveg í botn þessa dagana að hafa bíl, en brósi minn var svo vingjarnlegur að skilja bílinn sinn eftir hjá mér á meðan hann skrapp til Íslands. Ég notaði jú tækifærið og heimsótti vinkonu mína á Langø í gær (þar sem myndin hér að ofan var tekin). Það er gaman að komast aðeins út fyrir Odense og sjá hvað það fallegt hérna á Fyn.
Annars þá vorum við Baldur að fá tilboð um tveggja herbergja íbúð á Bikuben kollegíinu, sem er alveg nýtt og rosalega flott kollegí. En við tókum því ekki af því að þessi íbúð var á jarðhæð og við viljum helst ekki vera á jarðhæð, amk ekki þarna alveg inni í miðbæ. Nú, bíðum við svo bara eftir öðru tilboði!