Weblog Commenting by HaloScan.com


Site Meter
Gunnhildur í Odense!
The WeatherPixie

december 20, 2006
 
Allt að gerast!!!

Það er bara allt að gerast þessa dagana og góðar fréttir hreinlega streyma inn. Í gær komst ég að því að ég hef hlotið styrk frá Novo Nordisk fyrir árið 2007. Þessir styrkir eru árlega veittir sérlega duglegum nemum í vísindanámi sem eru að gera mastersverkefni við danskan Háskóla eða Háskólann í Lundi og það eru rosalega margir umsækjendur. Styrkurinn er uppá 6000 danskar krónur á mánuði í heilt ár sem eru auðvitað heilmiklir peningar, en þar fyrir utan er rosalega flott bara að fá styrkinn og hafa þetta í ferilskránni sinni. Og svo er ekki verra að vera kominn aðeins inn fyrir hjá Novo Nordisk sem er jú stærsta líftæknifyrirtækið á Norðurlöndum. Þann 25. janúar fer ég með leiðbeinandanum mínum til Novo þar sem ég hitti hina sem fengu líka styrk fyrir árið 2007.

Hinar góðu fréttirnar eru að mín fyrsta vísindagrein kom út online í Journal of Biological Chemistry í dag. Hægt er að finna hana hér með því að skrifa "Traustadottir" í author, en hún mun koma út á prenti í mars/apríl útgáfu blaðsins. Vá, núna er maður bara orðinn alvöru vísindamaður (og þetta var bara B.Sc. verkefnið mitt sem er í þessari grein)!!!
Annars gengur mastersverkefnið mitt rosalega vel og það munu sko koma nokkrar vísindagreinar út úr því.

Jæja, bara tveir dagar þangað til við Baldur komum á Klakann í jólafrí :-)